föstudagur, ágúst 29, 2008

 

Týnd í kössum

Ja sko, það er nú aldeilis langt síðan að ég skrifaði hérna seinast. Það kemur sér vel að ég er frekar gleymin manneska, annars þyrfti ég líklegast að telja upp allt sem á daga mína hefði drifið síðan síðast. Það sem ég man svona í augnablikinu er að það eru búin að fæðast 2 lítil kríli til viðbótar hjá systkinum mínum, við Rúnar erum búin að gifta okkur, ég búin með skólann, við erum búin að flytja svolítið síðan síðast, Rúnar búin að skipta um vinnu og svo það sem stendur núna fyrir dyrum... Þannig er mál með vexti að núna erum við að pakka allri bússlóðinni niður í kassa og senda hana í geymslu til ömmu Frank, ásamt því að það voru nokkrir góðhjartaðir einstaklingar sem að tóku eitt og annað í geymslu fyrir okkur. Ástæðan??? Jú, við erum á leiðinni til London. Sjæsen, ég svitna bara þegar ég skrifa þetta, kvíðinn hefur alltaf spenninginn með 1 stigi. En semsagt við erum að fara 17. sept. nk. Ég í skóla og Rúnar, ja, vinna vonandi.. græjum það þegar við komum út. En staðan er sú að ég er að pakka semsagt núna, eða á að vera að því.. og ég er komin með svo mikla leið að ég er farin að reyna að finna mér allt annað til að gera nema akkúrat það.. Meira að segja að BLOGGA!!!

Jæja, FRIÐUR

Gógó pappakassi


mánudagur, apríl 24, 2006

 

læsið bílunum ykkar

Jæja, ótrúlegt en satt þá hef ég ekkert að gera næstu 20 mínúturnar.. og hvað gerir maður þá??? Kannski blogga smá. Já skessan er frekar bissí þessa dagana, með sínar 3 vinnur, fulla skóla og eitt stykki fermingarföt á herðunum. Af hverju getur maður ekki sótt um lengingu á sólarhringnum? En hvað sem því líður þá drösslast þetta nú alltaf einhvern veginn áfram og hafa Guð og einnig lukkurnar mínar nóg að gera við að redda mér fyrir horn! (reyndar ásamt fjölskyldunni, sem reynist vel á ögur stundu). Já og bara blessað sumarið komið... reyndar var hvít jörð þegar ég vaknaði í morgun og hálka á heiðinni, alveg yndislegt. En það fer nú að styttast í þetta eiginlega sumar og þá getur maður hætt sínum föstu viðskiptum við vegagerdin.is.
jæja best að fara að halda áfram að læra... en svona í endan... verk minnar starfsstéttar eru bara farin að vera metin jafts við áfengi og myndbandsupptökutækja....;) síja


http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1197640

þriðjudagur, apríl 04, 2006

 

:)

Gróan er ekki við í augnablikinu, hún er einhversstaðar upp í skýjunum..
Vinsamlega reyndu aftur síðar.

fimmtudagur, mars 16, 2006

 

mbl

Það er þá til réttlæti eftir allt saman....

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1190657

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

 

ólympíuleikarnir

Ofboðslega er skrýtið hvað þessir ólympíuleikar hafa skrýtin áhrif á mig, eins og allir vita sem að þekkja mig, þá hef ég engan áhuga á íþróttum... nema kannski helst að horfa á þá. Einmitt núna þegar að þessi keppni er í gangi er alltaf verið að sýna frá henni á RUV.. og ég sit sem dæmd við að fylgjast með... ég sem hef 1x farið á skíði í barnabrekkunni í bláfjöllum... ég sem hef 2x farið á skautasvellið í Rvk!!! Reyndar var maður aktívur á Gríló og alltó í gamladaga... en hvað sem því líður þá sit ég agndofa yfir þessu núna.. ég er búin að gleyma mér við að horfa á skíðaskotsgöngu og meira að segja krullu!!! hvað er það??? hverjum datt sú íþrótt í hug??!!! en ég horfi á þetta allt... og það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi góð áhrif á líkama minn og sál, því við það að fylgjast með þessum flotta, stælta og hæfileikríka fólki hef ég fengið samviskubit yfir lífstíl mínum og fór ég út í búð áðan og keypti mér ávexti og grænmeti til að maula meðan ég horfi á skautadans....

Gróan biður að heilsa með gulrót í annari og Kók light í hinni.

mánudagur, febrúar 13, 2006

 

klukkið tekur engan enda

Jæja ég ákvað að reyna að koma Eygló í opna skjöldu og svara klukkinu hennar um hæl...

4 störf sem að ég hef unnið við um ævina...

1. Bókavörður á Bæjar- og hérðaðsbókasafninu á Selfossi (sem vinir og vanda menn gátu hlegið
mikið að)

2. Hjá fyrirtækinu Húsgögn og innréttingar við smíðar.

3. Uppló

4. Féló

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur...

1. þe siks sens

2. læjon king

3. þe grín mæl

4. Englar alheimsins

4 staðir sem ég hef búið á...

1. Stekkholtið á Selfó

2. Munkaþverástrætið á Akó

3. Hjá guði (áður en ég fæddist)

4. jahá hver veit...

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar...

1. cíesæ

2. despó

3. hás

4. staupasteinn

4 síður sem að ég skoða daglega fyrir utan blogg...

1. mbl.is

2. Leit (fasteignir)

3. vegagerdin.is

4. hotmail.com og gmail.com

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum...

1. Danmörk og danmörk og....

2. Írland

3. fór hringinn

4. oftast í fríum á ég stefnumót við rúmið og imbann

4 helstu uppáhalds matarnir mínir ?

1. Saltkjöt (lamba)

2. Blóðug nautalund

3. Humar

4. Jólamaturinn hjá mömmu ( og núna síðast hjá tengdó, þau stóðu sig vel;))

4 staðir sem ég vil heldur vera á núna...

1. Uppí rúmi undir sæng

2. í sumarbústað í algjöri þögn

3. Í góðum gír einhverstaðar með litlu frændum mínum

4. Í fína húsinu mínu, komin með góða vinnu og ætti allt til alls.


Ég ætla ekki að klukka neinn en það gæti nú verið gaman að heyra Bakkatjörn hf. svara þessu...

Góðar stundir

Gróa

 

Nýr staður... gamla Gróa

Jæja þá er ég búin að færa mig um set... vonandi verður þessi síða líflegri en sú síðasta... haldið áfram að fylgjast með...

Gróa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]