föstudagur, ágúst 29, 2008

 

Týnd í kössum

Ja sko, það er nú aldeilis langt síðan að ég skrifaði hérna seinast. Það kemur sér vel að ég er frekar gleymin manneska, annars þyrfti ég líklegast að telja upp allt sem á daga mína hefði drifið síðan síðast. Það sem ég man svona í augnablikinu er að það eru búin að fæðast 2 lítil kríli til viðbótar hjá systkinum mínum, við Rúnar erum búin að gifta okkur, ég búin með skólann, við erum búin að flytja svolítið síðan síðast, Rúnar búin að skipta um vinnu og svo það sem stendur núna fyrir dyrum... Þannig er mál með vexti að núna erum við að pakka allri bússlóðinni niður í kassa og senda hana í geymslu til ömmu Frank, ásamt því að það voru nokkrir góðhjartaðir einstaklingar sem að tóku eitt og annað í geymslu fyrir okkur. Ástæðan??? Jú, við erum á leiðinni til London. Sjæsen, ég svitna bara þegar ég skrifa þetta, kvíðinn hefur alltaf spenninginn með 1 stigi. En semsagt við erum að fara 17. sept. nk. Ég í skóla og Rúnar, ja, vinna vonandi.. græjum það þegar við komum út. En staðan er sú að ég er að pakka semsagt núna, eða á að vera að því.. og ég er komin með svo mikla leið að ég er farin að reyna að finna mér allt annað til að gera nema akkúrat það.. Meira að segja að BLOGGA!!!

Jæja, FRIÐUR

Gógó pappakassi


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]